Annie Mist Þórisdóttir lenti í þriðja sæti í Crossfit Games, heimsleikjunum í Crossfit, sem haldnir eru í Bandaríkjunum. Hún endar með 1099 stig og sigraði fjórtándu greinina af fimmtán.

Tvær aðrar íslenskar konur kepptu á leikunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir var í tíunda sæti með 921 stig og Þuríður Erla Helgadóttir var í því þrettánda með 723 stig.

Björgvin er eini ís­lenski kepp­and­inn í karla­flokki á leik­un­um í ár en hann endaði í fjórða sæti með 979 stig og sigraði þrettándu greinina af fimmtán.

Hin ástralska Tia-Clair Toomey tók fyrsta sætið með 1435 stig í kvennaflokki og í karlaflokki sigraði Bandaríkjamaðurinn Justin Medeiros.