Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir var ekki lengi að svara neyðarkalli Annie Mistar Þórisdóttur á dögunum þegar að óvíst var um þátttöku eins af liðsmönnum meðlimur Crossfit liðs Annier fyrir heimsleikana. Annie segir það ómetanlegt að eiga vinkonu eins og Katrínu Tönju.

Annie greinir frá málavendingunum í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún segist vona að allir eigi einhvern í lífi sínu í líkingu við Katrínu Tönju. „Einhvern sem setji allt annað á bið til þess að hjálpa þér, sama hvaða tíma dags. Einhvern sem segi þér hlutina eins og þeir eru í raun og veru, einhvern sem hlustar og myndi færa fjöll til þess að auðvelda þér lífið."

Hún segir Katrínu Tönju vera það fyrir sér og greinir frá málavendingum fyrir nýafstaðna Crossfit leika þar sem Annie tók þátt í liðakeppni en Katrín Tanja var ekki á meðal þátttakenda.

„Fimmtudaginn 28. júlí hringdi ég í hana (Katrínu) vegna mögulegra meiðsla í Crossfit liðinu okkar," skrifar Annie í færslu á samfélagsmiðlum. Katrín Tanja hafi þá verið á Coeur d'Alene í Idaho ríi í Bandaríkjunum með kærasta sínum.

Tólf tímum seinna hafði var Katrín Tanja mætt til móts við Annie í Michigan ríki eftir tvær flugferðir og langa bílferð. „Hver gerir svona? Katrín Tanja."

„Ég hef þekkt hana í meira en 10 ár en mér líður eins og við höfum alltaf þekkst. Við getum eytt endalausum tíma í að ræða hitt og þetta, getum setið saman og sagt ekki orð eða dansað alla nóttina. Hennar rödd er oftar en ekki sterkari en röddin innra með mér og hún hefur aldrei leitt mig í ógöngur. Sannir vinir vaxa ekki á hverju strái og maður ætti aldrei að taka þeim sem gefnum hlut."

„Ég get ekki komið því í orð hversu miklu máli hún skiptir mig."