Forráðamenn Formúlu 1 lýstu í dag yfir vanþóknun sinni á orðalagi fyrrum framkvæmdarstjóra Formúlunnar, Bernie Ecclestone, eftir að Ecclestone kom Vladimír Pútín, forseta Rússlands til varnar og sagði að hann væri tilbúinn að fórna lífi sínu fyrir Pútín.

Í viðtalinu lýsir Ecclestone forseta Rússlands sem heiðursmanni sem væri að stíga rétt skref fyrir hönd Rússlands með innrásinni í Úkraínu. Þá gagnrýndi Ecclestone forseta Úkraínu, Vlodímír Selenskíj fyrir að virða ekki beiðnir yfirvalda í Rússlandi.

Ecclestone segist enn vera vinur Pútín og að hann myndi fórna lífi sínu til að vernda forseta Rússlands.

Ummælin koma tveimur dögum eftir að forráðamenn Formúlunnar þurftu að taka á kynþáttaníði fyrrum heimsmeistara ökuþóra í garð Lewis Hamilton, sjöföldum heimsmeistara.

Hinn 91 ára gamli Ecclestone lét af störfum árið 2017 þegar bandarískur fjárfestingahópur keypti Formúlu 1