Enski boltinn

Annar sigur Úlfanna í röð

Wolves lyfti sér upp í níunda sæti deildarinnar með 1-0 sigri á lánlausum Burnley-mönnum á heimavelli í dag en Burnley hefur tapað síðustu fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Jimenez fagnar sigurmarkinu á Moulineux-vellinum í dag. Fréttablaðið/Getty

Wolves lyfti sér upp í níunda sæti deildarinnar með 1-0 sigri á lánlausum Burnley-mönnum á heimavelli í dag en Burnley hefur tapað síðustu fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg Guðmundsson var búinn að ná sér af meiðslunum og kominn í byrjunarlið gestanna sem áttu undir högg að sækja. Úlfarnir voru talsvert betri strax frá fyrstu mínútu en Joe Hart stóð vakt sína vel í marki Burnley.

Staðan var markalaus í hálfleik en Wolves tókst að brjóta ísinn snemma í seinni hálfleik. Var þar að verki Raul Jimenez eftir góðan undirbúning Matt Doherty en Úlfarnir náðu ekki að bæta við marki þrátt fyrir ágætis færi.

Eru þeir því komnir í níunda sætið með átta stig en geta misst Everton upp fyrir sig þegar Gylfi Þór Sigurðsson og félagar mæta West Ham í dag. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Enski boltinn

Bráð­fjörugt jafn­tefli í Suður­strandarslagnum

Enski boltinn

Hazard blómstrar í frelsinu undir stjórn Sarri

Auglýsing

Nýjast

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Mourinho ósáttur að þurfa að leika á gervigrasi í Sviss

Auglýsing