Enski boltinn

Annar sigur Úlfanna í röð

Wolves lyfti sér upp í níunda sæti deildarinnar með 1-0 sigri á lánlausum Burnley-mönnum á heimavelli í dag en Burnley hefur tapað síðustu fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Jimenez fagnar sigurmarkinu á Moulineux-vellinum í dag. Fréttablaðið/Getty

Wolves lyfti sér upp í níunda sæti deildarinnar með 1-0 sigri á lánlausum Burnley-mönnum á heimavelli í dag en Burnley hefur tapað síðustu fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg Guðmundsson var búinn að ná sér af meiðslunum og kominn í byrjunarlið gestanna sem áttu undir högg að sækja. Úlfarnir voru talsvert betri strax frá fyrstu mínútu en Joe Hart stóð vakt sína vel í marki Burnley.

Staðan var markalaus í hálfleik en Wolves tókst að brjóta ísinn snemma í seinni hálfleik. Var þar að verki Raul Jimenez eftir góðan undirbúning Matt Doherty en Úlfarnir náðu ekki að bæta við marki þrátt fyrir ágætis færi.

Eru þeir því komnir í níunda sætið með átta stig en geta misst Everton upp fyrir sig þegar Gylfi Þór Sigurðsson og félagar mæta West Ham í dag. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Enski boltinn

VAR tekið upp á Englandi

Enski boltinn

Fellaini lét hárið fjúka

Auglýsing

Nýjast

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Auglýsing