Handbolti

Annar sigur íslenska liðsins í röð á EM

Ísland er taplaust eftir fyrsti tvo leiki sína í Evrópumótinu í handbolta karla skipuðu leikmönnum 18 ára og yngri sem haldið er í Króatíu.

Haukur Þrastarson átti góðan leik fyrir Ísland gegn Svíþjóð í dag. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri hefur haft betur í báðum leikjum sínum í riðlakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Króatíu þessa dagana. 

Ísland fór með sigur af hólmi gegn Póllandi í gær og bar svo sigurorð af Svíþjóð, 29-24 í annarri umferð riðlakeppninnar í dag. 

Haukur Þrastarson var markahæstur hjá ísenska liðinu, en hann skoraði átta mörk í leiknum og Arnór Snær Óskarsson kom næstur með sex mörk og Tumi Steinn Rúnarsson skoraði svo fimm mörk.

Ísland er þar af leiðandi taplaust á toppi D-riðils, en liðið mætir Slóveníu í lokaumferð riðlakeppninnar á sunnudaginn kemur.

Mörk Íslands: Haukur Þrastarson 8, Arnór Snær Óskarsson 6, Tumi Steinn Rúnarsson 5, Einar Örn Sindrason 4, Dagur Gautason 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1, Eiríkur Þórarinsson 1, Stiven Tobar Valencia 1.

Hér að neðan má sjá fagnaðarlæti íslenska liðsins eftir sigurinn gegn Svíum í dag. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Haukur valinn bestur á EM

Handbolti

Íslenska liðið varð að sætta sig við silfur

Handbolti

„Varnarleikurinn var frábær eins og allt mótið.“

Auglýsing

Nýjast

Kennie tryggði KR sigur gegn KA

Brighton lagði Man.Utd að velli

Agüero kominn upp að hlið Fowler

Öll þrjú synda til úrslita síðdegis

Rúnar Alex og félagar eru með fullt hús stiga

Róbert vann silfur og setti Íslandsmet

Auglýsing