Starfsmaður KSÍ greind­ist með kór­ónu­veiruna á mánu­dag­, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Er um­rædd­ur starfsmaður sagður vera í starfsliði ís­lenska karla­landsliðsins og nú kominn í einangrun.

Talið er að hann hafi smit­ast af Þorgrími Þráinssyni sem er í liðsstjórn landsliðsins. Þorgrímur greind­ist með kór­ónu­veiruna fyr­ir leik Íslands og Belg­íu í Þjóðadeild UEFA sem fram fór á Laug­ar­dals­velli þann 14. októ­ber.

Alls starfslið íslenska karlalandliðsins í fótbolta var sent í sóttkví eftir að Þorgrímur greindist, skömmu fyrir leikinn gegn Belgíu þann 14. október síðastliðinn.