Miðvörðurinn Diego Llorente greindist með kórónaveiruna í dag, aðeins nokkrum dögum eftir að Sergio Busquets greindist með veiruna.

Spænska knattspyrnusambandið og íþróttamálaráðuneyti Spánar sóttu um flýtimeðferð á umsókn spænska landsliðsins í síðustu viku og heilbrigðisráðuneytið samþykkti beiðnina í dag.

Samkvæmt heimildum ESPN hefur spænska knattspyrnusambandið reynt án árangurs í tvo mánuði að fá bólusetningu fyrir leikmenn liðsins án árangurs þar til nú.

Búið er að ræsa út fleiri leikmenn ef það þarf að breyta leikmannahópnum á síðustu stundu en það er einnig smit í leikmannahópi Svíþjóðar, fyrsta mótherja Spánverja á mótinu.