Mjölnir Open 15 var á dag­skrá í gær og var met­skráning á mótið. Alls tóku 95 þátt. Þau Anna Soffía Víkings­dóttir og Eiður Sigurðs­son sigruðu opnu flokkana. Anna Soffía sigraði einnig +70 kg flokk kvenna og varð hún því tvö­faldur meistari í dag. Anna Soffía vann opna flokkinn síðast árið 2015 en hún hefur þrí­vegis unnið opna flokkinn á Mjölnir Open.

Eiður Sigurðs­son vann opinn flokk karla eftir jafna glímu við Hall­dór Loga. Þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur opinn flokk karla á mótinu en hann hafnaði í 2. sæti í sínum flokki í dag eftir tap gegn fyrr­nefndum Hall­dóri Loga í úr­slitum.

„Þetta er fjöl­mennasta Mjölnir Open mót frá upp­hafi en mótið hefur verið haldið ár­lega frá 2006 , fyrir utan 2020 þegar Co­vid kom í veg fyrir allt móta­hald. Keppt var í fimm þyngdar­flokkum karla og þremur kvenna auk opinna flokka,“ segir í til­kynningu frá Mjölni.

Hér að neðan má fleiri myndir af mótinu. Úrslitin má svo finna neðst í fréttinni.

Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir
Mynd/Mjölnir

Úrslit Mjölnis Open 2021

-60 kg flokkur kvenna

 1. sæti: Ólöf Embla Kristins­dóttir (VBC)
  2. sæti: Auður Olga Skúla­dóttir (Mjölnir)
  3. sæti: Sunna Rann­veig Davíðs­dóttir (Mjölnir)

-70 kg flokkur kvenna

 1. sæti: Elísa­bet Sunna Gunnars­dóttir (Mjölnir)
  2. sæti: Angi­e Péturs­dóttir (Mjölnir)
  3. sæti: Hera Margrét Bjarna­dóttir (Mjölnir)

+70 kg flokkur kvenna

 1. sæti: Anna Soffía Víkings­dóttir (At­lantic AK)
  2. sæti: Heið­rún Fjóla Páls­dóttir (Sleipnir)
  3. sæti: Rut Péturs­dóttir (At­lantic AK)

-66 kg flokkur karla

 1. sæti: Mikael Leó Acli­pen (Mjölnir)
  2. sæti: Viktor Gunnars­son (Mjölnir)
  3. sæti: Sigur­steinn Óli Ingólfs­son (Mjölnir)

-77 kg flokkur karla

 1. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)
  2. sæti: Magnús Ingvars­son (RVK MMA)
  3. sæti: Abdul Habib Kohi (RVK MMA)

-88 kg flokkur karla

 1. sæti: Valentin Fels (Mjölnir)
  2. sæti: Bjarki Þór Páls­son (RVK MMA)
  3. sæti: Sigur­páll Alberts­son (VBC)

-99 kg flokkur karla

 1. sæti: Hall­dór Logi Vals­son (Mjölnir)
  2. sæti: Eiður Sigurðs­son (VBC)
  3. sæti: Julius Bernsdorf (Mjölnir)

+99 kg flokkur karla

 1. sæti: Pétur Jóhannes Óskars­son (Mjölnir)
  2. sæti: Diego Björn Valencia (Mjölnir)
  3. sæti: Guð­mundur Stefán Gunnars­son (Sleipnir)

Opinn flokkur kvenna

 1. sæti: Anna Soffía Víkings­dóttir (At­lantic AK)
  2. sæti: Sunna Rann­veig Davíðs­dóttir (Mjölnir)
  3. sæti: Ólöf Embla Kristins­dóttir (VBC)

Opinn flokkur karla

 1. sæti: Eiður Sigurðs­son (VBC)
  2. sæti: Hall­dór Logi Vals­son (Mjölnir)
  3. sæti: Sigur­páll Alberts­son (VBC)