Anna Rakel Pétursdóttir hefur skrifað undir samning um að leika með kvennaliði Vals í knattspyrnu.

Anna Rakel kemur til Hlíðarenda félagsins frá IK Uppsala í Svíþjóð en hún hefur einnig leikið með Linköpings FC þar í landi.

Þessi 22 ára gamli leikmaður er uppalin hjá KA en hún lék 81 leik í efstu deild með Þór/KA áður en hún hélt til Svíþjóðar.

Hún á að baki sjö A-landsleiki og 24 leiki með yngri landsliðum Íslands.