Íslenski boltinn

Anna María framlengir við Stjörnuna

Anna María Baldursdótir skrifaði í dag undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt til ársins 2021.

Anna María í leik gegn Grindavík í Pepsi-deildinni í sumar. Fréttablaðið/Ernir

Anna María Baldursdótir skrifaði í dag undir nýjan samning við Stjörnuna til ársins 2021 og verður því áfram í treyju uppeldisfélagsins næstu þrjú ár.

Kemur þetta fram í tilkynningu sem Stjarnan birti á heimasíðusinni í dag þar sem félagið segist vera stolt af því að Anna hafi framlengt.

Anna á að baki 160 leiki í öllum keppnum, þar af 132 í Pepsi-deildinni með uppeldisfélagi sínu eftir að hafa stigið fyrstu skref sín með meistaraflokki árið 2010. Önnu hefur tvisvar tekist að skora fyrir Stjörnuna, þar af eitt í sumar.

Hún hefur leikið níu leiki fyrir Íslands hönd, þann fyrsta árið 2012 og síðast í fyrra ásamt því að leika 29 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Viðar Örn hættur með landsliðinu

Íslenski boltinn

Ágúst og Þórir endurnýja kynnin

Íslenski boltinn

Þjálfararáðningin gæti dregist fram yfir helgi

Auglýsing

Nýjast

Everton upp í áttunda sæti með sigri

Slagsmál og hnefahögg í fyrsta heimaleik James

Selfoss áfram taplaus á toppnum

Messi meiddist þegar Barcelona fór á toppinn

Ronaldo náði merkum áfanga

Tarik lék á als oddi í jafntefli KA gegn ÍR

Auglýsing