Íslenski boltinn

Anna María framlengir við Stjörnuna

Anna María Baldursdótir skrifaði í dag undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt til ársins 2021.

Anna María í leik gegn Grindavík í Pepsi-deildinni í sumar. Fréttablaðið/Ernir

Anna María Baldursdótir skrifaði í dag undir nýjan samning við Stjörnuna til ársins 2021 og verður því áfram í treyju uppeldisfélagsins næstu þrjú ár.

Kemur þetta fram í tilkynningu sem Stjarnan birti á heimasíðusinni í dag þar sem félagið segist vera stolt af því að Anna hafi framlengt.

Anna á að baki 160 leiki í öllum keppnum, þar af 132 í Pepsi-deildinni með uppeldisfélagi sínu eftir að hafa stigið fyrstu skref sín með meistaraflokki árið 2010. Önnu hefur tvisvar tekist að skora fyrir Stjörnuna, þar af eitt í sumar.

Hún hefur leikið níu leiki fyrir Íslands hönd, þann fyrsta árið 2012 og síðast í fyrra ásamt því að leika 29 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Ljúka leik í Svíþjóð

Íslenski boltinn

Sandra meidd - Ásta Eir inn í hópinn

Íslenski boltinn

Stelpurnar með Svíum í riðli

Auglýsing

Nýjast

Minnast Gordon Banks með sérstakri treyju gegn Aston Villa

Nálægt því að komast í úrslit

Chelsea fer til Úkraínu: Arsenal mætir Rennes

Leik­maður Leeds söng með stuðnings­mönnum Mal­mö

Sonur Holyfield reynir að komast í NFL-deildina

Rabiot rak mömmu sína

Auglýsing