Liverpool er búið að skila inn gögnum inn á borð borgaryfirvalda í Liverpool um að stækka Anfield sem myndi gera völlinn að þeim fjórða stærsta í Englandi.

Fjögur ár eru liðin síðan Liverpool stækkaði Main Stand stúkuna á Anfield þegar 8500 sætum var bætt við til að völlurinn gæti tekið við 54.742 manns.

Nú er markmiðið að bæta við fleiri sætum með því að stækka Anfield Road stúkuna.

Samkvæmt nýjustu áætlunum myndi Anfield geta tekið við 61.000 manns á leikjum.

Áætlað er að fyrsta stig framkvæmda hefjist í sumar og framkvæmdirnar standi yfir með hléum í tvö ár.

Markmiðið er að völlurinn verði tilbúinn í upphafi tímabilsins 2022-2023.

Aðeins Wembley, Old Trafford og nýji heimavöllur Tottenham geta tekið við fleirum en Anfield eftir breytingarnar.