Gilbert Burns mætir Gunnari Nelson í UFC búrinu í Kaupmannahöfn um næstu helgi og verður um leið fimmti bardagakappinn frá Brasilíu sem Gunnar mætir.

Til stóð að Gunnar myndi mæta Thiago Alves, landa Gilbert frá Brasilíu en hann þurfti að hætta við þáttöku vegna meiðsla.

Áhugavert verður að fylgjast með bardaga þeirra enda báðir með svarta beltið í jui-jitsu. Burns kynntist fyrst bardagaíþróttum í jui-jitsu og nældi í silfurverðlaun á HM í greininni árið 2009.

Tveimur árum síðar varð Burns heimsmeistari í brasilísku jui-jitsu og ákvað stuttu síðar að einbeita sér að ferli í MMA.

Í þriðja bardaga Burns í UFC barðist hann gegn Alex Oliveira áriö 2015 og vann þann bardaga á uppgjafartaki (e. submission), þremur árum áður en Gunnar mætti Alex og vann

Sex vikur eru liðnar síðan Burns barðist síðast þegar honum var úrskurðaður sigur af dómaraþríeykinu gegn Alexey Kunchenko í Úrúgvæ. Í nítján bardögum í MMA hefur Burns unnið sextán, þar af þrjá í röð.

Síðan Burns var tekinn inn í UFC hefur hann unnið níu bardaga af tólf, flesta þeirra með uppgjafartaki, tvo þeirra með röthöggum en tvisvar hefur hann tapað bardaga á dómaraúrskurði.