Dregið var í forkeppni fyrir heimsmeistaramótið í handbolta kvenna sem fram fer á Spáni árið 2021 í hádeginu í dag.

Íslenska liðið sem var í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið var lenti í riðli með Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi.

Forkeppnin verður öll spiluð um eina helgi og mun riðill íslenska liðsins annað hvort vera spilaður 27. – 29. nóvember næstkomandi eða 4. – 6. desember.

Leikið verður í fimm riðlum í forkeppninni og tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í undankeppni heimsmeistaramótsins.

Íslenska liðið hefur æft stíft í sumar undir stjórn þjálfara liðsins Arnars Péturssonar og hundtryggs aðstoðarmanns hans, Ágústar Þórs Jóhannssonar.