Fótbolti

Andri Rúnar valinn leikmaður ársins

Andri Rúnar Bjarnason var valinn leikmaður ársins hjá sænska knattspyruliðinu Helsingborg. Hann skoraði tvö mörk í sigri í lokaumferðinni, en hann varð markahæsti leikmaður hjá liðinu sem komst upp úr B-deildinni.

Andri Rúnar Bjarnason fagnar marki sínu fyrir Helsingborg. Mynd/Facebook síða Helsingborg

Bolvíski framherjinn Andri Rúnar Bjarnason var valinn besti leikmaður ársins hjá Helsingborg. Hann varð markahæsti leikmaður liðsins með 16 mörk á sinni fyrstu leiktíð með liðinu. 

Þá lagði hann auk þess upp sjö mörk fyrir samherja sína, en hann gekk til liðs við Helsingborg frá Grindavík síðasta haust. 

Helsingborg sem hafnaði í efsta sæti sænsku B-deildarinnar hafði nú þegar tryggt sér sæti í efstu deild fyrir lokaumferð deildarinnar sem leikin var í dag.

Andri Rúnar kórónaði frábært keppnistímabil sitt þar með því að skora tvö mörk í 3-1 sigri gegn Varberg í lokaumferðinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Arnari sagt upp hjá Lokeren

Fótbolti

Mæta Skotlandi á Spáni í dag

Fótbolti

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Auglýsing

Nýjast

Línur munu skýrast í milliriðlunum í kvöld

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Martin spilar til úrslita í þýska bikarnum

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Pressan eykst á Sarri eftir tap gegn Arsenal

Patriots og Rams mætast í SuperBowl

Auglýsing