Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason og félagar í Helsingborgs tryggja sér sæti í efstu deild á ný með sigri á Halmstads í kvöld.

Helsinborgs þarf aðeins þrjú stig úr síðustu fjórum leikjunum til að tryggja sér öruggt sæti í efstu deild á næsta ári eftir tveggja ára dvöl í fyrstu deildinni.

Fá þeir tækifæri til að tryggja sæti í efstu deild á heimavelli í kvöld þegar þeir taka á móti Halmstads en síðast þegar liðin mættust vann Halmstads 2-1 sigur.

 Andri er sjálfur í harðri baráttu um gullskóinn í næst efstu deild. Þegar skammt er eftir af tímabilinu er hann markahæstur með þrettán mörk.