Andri Rúnar Bjarnason byrjar tímabilið af krafti með Helsingsborg í Superettan en hann skoraði þrennu í 5-1 sigri á Frej á útivelli í dag en hann hefur skorað fimm mörk í fyrstu fimm leikjum sínum fyrir félagið.

Markakóngur síðasta árs í Pepsi-deild karla náði ekki að skora í fyrsta leik Superettan en lagði upp eitt ásamt því að fiska vítaspyrnu í fyrsta leik liðsins gegn Östers.

Braut hann svo ísinn í deildinni í dag en hann skoraði tvö mörk sitt hvoru megin við hálfleikinn og kom gestunum 3-0 yfir. Fullkomnaði hann svo þrennuna á 88. mínútu leiksins.

Hefur Helsingsborg unnið báða leiki tímabilsins til þessa og er með markatöluna 8-2 eftir tvær umferðir.