Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur eru komnir áfram á lokastig úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröð karla.

Þetta varð ljóst í dag þegar lokahringur annars stigs úrtökumóts kláraðist á Desert Springs vellinum á Spáni. Guðmundur Ágúst hafnaði í 9.-11. sæti á mótinu og Andri jafn í 13.-16. sæti en 20 efstu kylfingarnir fengu farseðil á lokastigið. Rúnar Arnórsson þátt einnig þáttaí úrtökumótinu en hann endaði í 52. sæti og komst þar af leiðandi ekki áfram.

Leiknir verða sex hringi á lokaúrtökumótinu og 25 kylfingar öðlast fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Þeir kylfingar sem verða utan 25 efstu geta svo fengið boð um að keppa á nokkrum mótum á mótaröðinni á næsta ári.

Þá eru einnig sæti í boði á Áskorendamótaröðinni þar sem Guðmundur er með fullan keppnisrétt en Andri Þór ekki.