Stutt­g­art greinir frá því á samfélagsmiðlum sínum í dag að félagið hafi samið við handboltamanninn Andra Má Rún­ars­son.

Andri Már gengur til liðs við Stutt­g­art frá Fram en hann bjó um árabil í Þýskalandi.

Þessi 18 ára leikstjórnandi er þessa stundina að spila með U-19 ára landsliði Íslands í lokakeppni Evrópumótsins í Króatíu.

Hjá Stuttgart mun Andri Már hitta fyrir Viggó Kristjáns­son sem skoraði 230 mörk fyrir liðið í deildinni á síðasta keppnistímabil.