Andri Lucas Guðjohnsen leikmaður U-19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu var á skotkónum þegar U-18 ára lið Real Madríd fór með siguraf hólmi á æfingamóti á Balí.

Real Madrid lagði Inter Milan að velli í úrslitaleik mótsins en Andri Lucas skoraði eitt af marka spænska liðsins í þeim leik.

Hann skoraði alls þrjú mörk í fjórum leikjum og varð markahæstur á mótinu.

Andri Lucas gekk til liðs við Real Madrid frá Espanyol síðsumars árið 2018 en hann hefur síðan þá leiki vel með unglingaliðum Real Madrid.

Í október síðastliðnum gaf Guardian út lista yfir 60 efnilegustu leikmenn heims og Andri Lucas sem er fæddur árið 2002 rataði inn á þann lista.

Þetta mikla efni sem hóf feril sinn hjá Barcelona og lék einnig í yngri flokkum HK hefur leikið 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim leikjum 14 mörk.