Andri Lucas Guðjohnsen, unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu, og leikmaður akademíu spænska liðsins Real Madrid er með slitið krossand. Það var fotbolti.net sem greindi frá þessu.

Þessi 18 ára gamli sóknarmaður varð fyrir þessum meiðslum á æfingum með unglingaliði Real Madrid á dögunum.

Andri Lucas hefur verið samningsbundinn Real Madrid frá árinu 2018 en hann hafði áður leikið með unglingaliði Espanyol.

Þá hefur framherjinn skorað fjórtán mörk í þeim 33 leikjum sem hann hefur spilað fyrir U-16, U-17, U-18 og U-19 landslið Íslands.