Stjórn Þórs/KA hefur ráðið Andra Hjörvar Albertsson sem aðalþjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu til næstu þriggja ára. Andri Hjörvar tekur við starfinu af Halldóri Jóni Sigurðssyni, sem verið hefur þjáflari liðsins undanfarin þrjú ár.

Hallódr Jón lét af störfum í haust en hann er að flytja til Svíþjóðar þar sem hann hyggst halda áfram þjálfun. Andri Hjörvar hefur verið aðstoðarþjálfari Donna undanfarin þrjú ár við góðan orðstír, auk þess að vera yfirþjálfari yngri flokka Þórs og starfað við þjálfun hjá Þór.

Þeir félagar gerðu Þór/KA að Íslandsmeisturum sumarið 2017, en árið eftir varð liðið í öðru sæti undir þeirra stjórn og á síðustu leiktíð urðu norðankonur í fjórða sæti.

„Ég er spenntur fyrir verkefninu. Framundan eru spennandi tímar í kvennaboltanum á Akureyri og ég er þakklátur stjórn Þórs/KA fyrir tækifæri til að takast á við þetta verkefni og stýra því ásamt því góða fólki sem er til staðar innan klúbbsins," segir Andri Hjörvar í samtali við heimasíðu Þórs/KA.