Forsvarsmenn Andrésar Andar leikanna tilkynntu það á facebook-síðu sinni í dag að ákveðið hafi verið að aflýsa leikunum þetta árið vegna COVID 19-heimsfaraldursins.

Fram kemur í tilkynningunnni að ákvörðunin sé þungbær en vegna utanaðkomandi aðstæðna sjái þeir sér ekki fært að halda leikana í ár.

COVID-19 faraldurinn geri það að verkum að ekki sé forsvaranlegt að stefna öllum skíða- og brettabörnum landsins saman á einn stað í lok apríl.

Leikarnir í ár áttu að vera 45 ára afmælisleikar en þeir verða þess í stað haldnir með glæsibrag 2021