Arnar Pétursson þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta hefur gert eftirfarandi breytingar á leikmannahópi sínum sem mætir Færeyjum í tveimur vináttulandsleikjum á Ásvöllum 23. og 24. nóvember næstkomandi.

Rut Arnfjörð Jónsdóttir leikmaður Esbjerg og Íris Björk Símonardóttir markvörður Vals gefa ekki kost á sér í leikina gegn Færeyjum vegna meiðsla.

Arnar hefur því kallað þær Hildi Björnsdóttur og Andreu Gunnlaugsdóttir úr Val inn í landsliðshópinn í þeirra stað.

Leikirnir gegn Færeyjum sem fram fara um komandi helgi hefjast báða dagana kl. 17:00 og er frítt inn í boði KFC.

Írís Björk Símondardóttir varði vel í síðasta leik íslenska liðsins en hún brá sér í ýmis hlutverk í leiknum.
Mynd/HSÍ