Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Andorra í sjöunda sinn í kvöld í undankeppni EM 2020.

Íslenska liðið má ekki við því að misstíga sig í kvöld til að halda lífi í draumum liðsins um að komast á Evrópumótið næsta sumar.

Þetta verður í sjöunda sinn sem þessi lið mætast og í fjórða sinn á Laugardalsvelli en til þessa hefur Ísland unnið alla sex leikina.

Fyrsta viðureign Íslands og Andorra var í undankeppni EM 2000 sem var fjórði keppnisleikur Andorra eftir að dvergríkið fékk þátttökurétt í undankeppnum HM og EM.

Það sem meira er hefur liði Andorra aldrei tekist að skora í leikjum gegn Íslandi en markatalan er 16-0 fyrir Íslandi.