Óhætt er að segja að tölfræðin sé ekki hliðholl leikmönnum Andorra fyrir kvöldið enda hefur Andorra aðeins tvisvar náð jafntefli á útivelli í opinberum keppnisleik.

Dvergríkið Andorra sendi fyrst lið í undankeppni stórmóts fyrir EM 2000 og er þetta því ellefta undankeppnin sem Andorra tekur þátt í.

Til þessa hefur Andorra unnið þrjá keppnisleiki og alla þá á heimavelli. Tveir sigrar hafa komið í undankeppni HM og sá þriðji bættist við á föstudaginn gegn Moldóvu í undankeppni EM

Á útivelli hefur liðið ekki enn unnið opinberan keppnisleik og aðeins náð tveimur jafnteflum, gegn Lettlandi í Þjóðadeildinni og gegn Makedóníu árið 2005.

Eini sigurleikur Andorra á útivelli kom í æfingarleik gegn San Marínó fyrir tveimur árum síðan.