Ítalski knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hefur sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Everton en hann mun þess í stað taka við sem yfirþjálfari Real Madrid á nýjan leik í sumar.

Bæði félögin hafa staðfest þessi tíðindi á samfélagsmiðlum sínum. Þessi 61 árs reynslubolti tók við Everton fyrir 18 mánuðum sína en hann gerir þriggja ára samning við Real Madrid.

Zinedine Zidane var látinn taka pokann sinn hjá Real Madrid á dögunum eftir að hafa farið titlalaus í gegnum nýafstaðið keppnistímabili en það er í fyrsta skipti sem það gerist hjá Madrídarliðinu sína vorið 2010.

Zidane birti svo opið bréf í spænskum fjölmiðlum daginn eftir þar sem hann kvaðst ekki hafa fengið traust til þess að móta liðið til framtíðar og af þeim sökum hafi hann hætt.

Moyes gæti snúið aftur á Goodison Park

Ancelotti þjálfaði Real Madrid frá 2013 and 2015 en á þeim tíma vann liðið Meistaradeild Evrópu, spænska konungsbikarinn, Ofurbikar Evrópu og heimsmeistaramót félagsliða árið 2014.

Eftir tímabilið 2014 til 2015, þar sem enginn titill vannst, var Ancelotti látinn fara en síðan þá hefur hann stýrt Bayern München, Napoli og nú síðast Everton.

Niðurstaðan hjá Everton á síðasta keppnistímabili var tíunda sætið en allt fram að lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar var liðið í baráttu um að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

David Moyes, Nuno Esperito Santo, Steven Gerrars, Rafa Benitez, Vitor Pereira, Marco Silva, Roberto Martinez og Eddie Howe eru þau nöfn sem helst eru nefnd til sögunnar sem arftaki Ancelotti hjá Everton.