Það má með sanni segja að hin 71 árs gamal Andrea Garcia Lopez frá San Esteban Atatlahuca í Mexíkó hafi slegið í gegn eftor að myndband af henni sýna körfuboltasnilli sína fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlinum TikTok á dögunum.

Amman frá Mexíkó hefur hlotið viðurnefnið Amma Jordan frá notendum TikTok sem eru með því að líkja henni við körfuboltagoðsögnina Michael Jordan.

Horft hefur verið á myndbandið af Andreu yfir milljón sinnum. Hægt er að horfa á það hér fyrir neðan hvernig Andrea fíflar andstæðinga sína og skorar að lokum tveggja stiga körfu.

Í samtali við Reuters segist Andrea vonast til þess að geta haldið áfram að spila körfubolta næstu árin, þrátt fyrir að hnén séu aðeins farin að gefa sig.

@jcarlossando #basquetbol #nba2k #oaxaca ♬ sonido original - J Carlos Sandoval