Bandaríkjamenn eru steinhissa á því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafi mætt á leik í NBA í nótt án þess að vera með öryggisgæslu allt í kringum sig, þá eru þeir hissa á þeim sætum sem félagið lét Guðna sitja í.

Forsetinn var mættur á leik Milwaukee Bucks og Boston Celtics í NBA deildinni í nótt ásamt strákunum sínum.

Heimamenn í Milwaukee Bucks unnu nauman sex stiga sigur, 131 á móti 125 stigum Boston.

„Forseti Íslands er hér að horfa á Celtics á móti Bucks og það er ekki nein öryggisgæsla í kringum hann. Kannski er hún en hún er ekki áberandi. Furðulegt," segir Beewol Akandwanaho

Fleiri vekja athygli á þessu og einn er hissa á því hversu "léleg" sæti Guðni og drengir hans fengu. „Hann situr ekki einu sinni við völlinn," segir sá aðili.

Guðni Th er mikill íþróttaáhugamaður og er reglulegur gestur á kappleikjum hér heima og úti í heimi.