Bar­daga­kappinn Thiago Pit­bull Al­ves er hættur við að mæta Gunnari Nel­son í hringnum í Kaup­manna­höfn þann 28. septem­ber næst­komandi vegna veikinda en kappinn til­kynnti þetta á Insta­gram síðunni sinni í kvöld.

Til­kynnt var um bar­dagann á milli þeirra í júní síðast­liðnum og er um að ræða fyrsta bar­daga kvöldsins. „Sorg­legar fréttir vinir. Vegna ó­fyrir­séðra veikinda neyðist ég til að draga mig úr keppni í Kaup­manna­höfn þann 28. septem­ber næst­komandi,“ skrifar kappinn á Insta­gram.

„Ég reyndi allt sem ég gat til að komast í bar­dagann en lækna­t­eymið mitt vildi ekki leyfa mér það. Mark­mið mitt núna er að verða 100% heil­brigður svo ég geti haldið á­fram að gera það sem ég elska,“ skrifar kappinn og þakkar að­dá­endum sínum og fjöl­skyldu jafn­framt fyrir stuðninginn. Því er ekki ljóst hverjum Gunnar mætir.