Einar Kárason, rithöfundur og Framari, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó á föstudaginn ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs. Þar var farið yfir víðan völl í heimi íþróttanna.
Það vakti athygli í vikunni þegar að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, skellti sér á leik í NBA-deildinni í Bandaríkjunum.
,,Það vakti athygli að hann sat þar bara á sjöunda bekk og veifaði. Maðurinn er náttúrlega snillingur,“ sagði Benedikt Bóas um málið og beindi orðum sínum að Einari.
,,Já Guðni er náttúrulega af mikilli íþróttaætt.“
Kaninn furðaði sig á því að engin öryggisgæsla væri til staðar í kringum forsetann.
,,Og að hann hafi verið settur í röð sjö eða átta en ekki alveg við völlinn,“ bætti Hörður Snævar við. ,,Þetta kannski lýsir honum einna best. Maður hafði heyrt sögur af honum á völlunum á Englandi, hjá Burnley og fleiri félögum og þar fannst öllum hann alltof alþýðlegur.“
Nánari umræðu um NBA-ævintýri Guðna Th., forseta Íslands, má sjá hér fyrir neðan:
- Í dag
- Í vikunni