Als­ír tryggði sér í kvöld sigur á Afr­íku­mót­inu í knatt­spyrnu karla með því að bera sigurorð af Senegal með einu marki gegn engu í úrslitaleik mótsins sem fram fór í Egyptalandi.

Sterkur varnarleikur var lykillinn að sigri Alsír á mótinu en þetta var fimmti leikurinn þar sem liðið hélt hreinu.

Bag­hdad Bou­ne­djah, leikmaður Al Sadd í Kat­ar, skoraði sigurmark Alsír leiknum en mark hans kom strax á annarri mínútu leiksins. Eftir það pressuðu Senegalar stíft en þung sókn þeirra bar hins vegar ekki árangur.

Neant Alioum, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu á Alsír eftir um það bil klukkutíma leik en þeirri ákvörðun var snúið við eftir að atvikið var skoðað í myndbandsdómgæslu.

Þar af leiðandi vann Alsír mótið í annað skipti í sögunni en síðast vann liðið mótið árið 1990. Senegal hefur hins vegar aldrei borið sigur úr býtum á mótinu.

Þetta var í annað skipti sem Senegal bíður ósigur í úrslitaleik en það gerðist einnig árið 2002 þegar Kamerún stóð uppi sem sigurvegari á mótinu.