Tvöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur skrifað undir samning við Aston Martin og mun þar með fylla upp í sæti fjórfalda heimsmeistarans Sebastian Vettel eftir yfirstandandi tímabil.

Samningur Alonso við Aston Martin gildir til nokurra ára og því er ljóst að þessi 41 árs gamli ökumaður er ekkert á förum úr mótaröðinni.

Alonso yfirgefur því herbúðir Alpine sem þarf nú að huga að því að fylla sæti Alonso.

,,Aston Martin vil setja kraft og vinnu í að sækja til sigurs og þess vegna er þetta eitt mest spennandi lið í Formúlu 1 þessa stundina," sagði Alonso eftir að hafa skrifað undir samning við Aston Martin.

,,Það er alveg ljóst að í liðinu býr mikill metnaður...Ég hef enn hungur og metnað til þess að berjast framarlega á rásröðinni og vil vera hluti af þessu verkefni hér."