Enski boltinn

Alonso gæti misst af undanúrslitunum

Marcos Alonso, varnarmaður Chelsea, gæti verið í leiðinni í leikbann fyrir brot sitt á Shane Long, framherja Southampton, í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla um síðustu helgi.

Marcos Alonso, leikmaður Chelsea, í leiknum gegn Southampton. Fréttablaðið/Getty

Marcos Alonso, varnarmaður Chelsea, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir brot sitt á  Shane Long, leikmanni Southampton, í leik liðanna um síðustu helgi. Alonso traðkaði á löpp Long í 3-2 sigri Chelsea gegn Southampton.

Mike Dean, dómari leiksins, áminnti hvorki Alonso með gulu spjaldi eða vísaði honum af velli með rauðu spjaldi fyrir brot hans. Brotið náðist hins vegar á myndbandsupptöku og enska knattspyrnusambandið sá ástæðu til þess að kæra Alonso fyrir háttsemi hans. 

Alonso hefur tíma fram til síðdegis á miðvikudaginn til þess að svara fyrir sig, en í kjölfarið verður dæmt í máli hans. Aga- og úrskurðarnefnd enska knattspyrnusambandsins mun svo ákveða hvort Alonso verði refsað. 

Fái Alonso leikbann myndi hann missa af leik Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar sem er einmitt gegn Southampton og leikinn verður á Wembley á laugardaginn kemur. Þá myndi Alonso líklega fá þriggja leikja bann og missa aukinheldur af deildarleikjum Chelsea gegn Burnley og Swansea.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Liverpool áfram taplaust á toppnum

Enski boltinn

De Bruyne stefnir á að ná leiknum gegn Man United

Enski boltinn

Mendy sviptur ökuleyfi í eitt ár

Auglýsing

Nýjast

Fram fer vel af stað

ÍR nældi í sín fyrstu stig í vetur

Magni sendi ÍR niður um deild

Nýliðarnir unnu báðir í leikjum sínum

Berglind Björk skoraði tvö og varð markahæst

Afturelding og Grótta fara upp

Auglýsing