Enski boltinn

Alonso gæti misst af undanúrslitunum

Marcos Alonso, varnarmaður Chelsea, gæti verið í leiðinni í leikbann fyrir brot sitt á Shane Long, framherja Southampton, í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla um síðustu helgi.

Marcos Alonso, leikmaður Chelsea, í leiknum gegn Southampton. Fréttablaðið/Getty

Marcos Alonso, varnarmaður Chelsea, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir brot sitt á  Shane Long, leikmanni Southampton, í leik liðanna um síðustu helgi. Alonso traðkaði á löpp Long í 3-2 sigri Chelsea gegn Southampton.

Mike Dean, dómari leiksins, áminnti hvorki Alonso með gulu spjaldi eða vísaði honum af velli með rauðu spjaldi fyrir brot hans. Brotið náðist hins vegar á myndbandsupptöku og enska knattspyrnusambandið sá ástæðu til þess að kæra Alonso fyrir háttsemi hans. 

Alonso hefur tíma fram til síðdegis á miðvikudaginn til þess að svara fyrir sig, en í kjölfarið verður dæmt í máli hans. Aga- og úrskurðarnefnd enska knattspyrnusambandsins mun svo ákveða hvort Alonso verði refsað. 

Fái Alonso leikbann myndi hann missa af leik Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar sem er einmitt gegn Southampton og leikinn verður á Wembley á laugardaginn kemur. Þá myndi Alonso líklega fá þriggja leikja bann og missa aukinheldur af deildarleikjum Chelsea gegn Burnley og Swansea.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Mata mun ræða við önnur lið í janúarglugganum

Enski boltinn

Arsenal mun styrkja hópinn í janúarglugganum

Enski boltinn

Guardiola fær aðvörun fyrir ummæli sín

Auglýsing

Nýjast

Birkir enn á hliðarlínunni vegna meiðsla

Þjóðadeildin gefur vel af sér til KSÍ

Kristófer verður í hóp í kvöld

Lars Lagerback arkitektinn að frábæru ári Noregs

Versta byrjun Íslandsmeistara síðan 1996

Samráð um aðgerðir gegn veðmálasvindli

Auglýsing