Spánverjinn Xabi Alonso er í viðræðum um að taka við þýska félaginu Bayer Leverkusen. Það yrði fyrsta þjálfarastarf hins fertuga Alonso.

Undir stjórn Gerardo Seoane hefur Leverkusen byrjað tímabilið hræðilega og aðeins unnið tvo leiki af tólf.

Kornið sem fyllti mælinn var tap þýska félagsins gegn Porto í Meistaradeildinni í gær en heimafyrir hefur Leverkusen fengið fimm stig í fyrstu átta leikjunum.

Talið er víst að Alonso taki við starfinu af Seoane en Alonso gerði gott mót með varalið Real Sociedad, uppeldisfélags síns.

Hann var um tíma einn af betri miðjumönnum Evrópu og var í lykilhlutverki hjá spænska landsliðinu, Bayern, Real Madrid og Liverpool.

Jose Mourinho sem vann með Alonso hjá Real Madrid, spáði því að Alonso yrði frábær þjálfari og líkti honum við Pep Guardiola á sínum tíma.