Ís­lenska kvenna­lands­liðið í hóp­fim­leikum steig loksins inn á keppnis­gólfið á Evrópu­meistara­mótinu í hóp­fim­leikum í kvöld. Eftir stífar æfingar við krefjandi að­stæður vegna Co­vid var komið að stóru stundinni.

Stelpurnar byrjuðu á gólfi og settu tóninn strax í upp­hafi. Öflugar gólfæfingar skilaði liðinu 20.7 stig.

Andrea Sif var í banastuði í dýnunni í kvöld.
Ljósmynd/Stefán Pálsson

Stelpurnar voru aug­ljós­lega fullar sjálfs­trausts eftir gólfið og sýndi það sig á dýnunni þegar þær fóru í gegnum þrjár stökk­um­ferðir án falls.

Stelpurnar leiddu eftir tvö á­höld en sænska kvenna­liðið, sem er helsti keppi­nautur Ís­lands um Evrópu­meistara­titillinn, átti eftir að gera gólf en ein­kunnir á gólfi eru vana­lega hærri en á trampólíni og dýnu.

Stelpurnar voru hæstánægðar með dýnustökkið í kvöld.
Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson

Kol­brún Þöll Þorra­dóttir, ein reynslu­mesta fim­leika­konan í lands­liðinu, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið fyrir mót að stelpurnar væru rétt stemmdar fyrir daginn. Hún hafði svo sannar­lega rétt fyrir sér og var kvenna­liðið í bana­stuði í kvöld.

Kolbrún Þöll að gera tvöfalt heljarstökk með beinum líkama og tvöfaldri skrúfu.
Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson

Þrátt fyrir að Ó­míkron-af­brigðið sé að herja á Evrópu lögðu fjöl­margir Ís­lendingar í ferða­lagið til Portúgals og styðja við bakið á lands­liðunum fjórum sem keppa á EM.

Íslendinginar í Portúgal hafa látið vel í sér heyra.

Kvenna­lands­liðið endaði daginn á trampólíni og eftir tvær frábærar umferðir virtist sem að orkan fór aðeins úr liðinu fyrir stökk yfir hest. Eitt fall og smávægileg mistök enduðu dýrkeypt á trampólíni en það er ekkert sem liðið getur ekki lagað fyrir úrstlitin á laugardaginn.

Ísland endaði með 54.150 stig en Svíarnir leiða inn í úrslitin með 55.100 stig. Það stefnir því allt í hreina lendingarkeppni milli liðana tveggja en úrslitin eru sýnd í beinni á RÚV á laugardaginn.