Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, kom í Í­þrótta­vikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hring­braut á föstu­dags­kvöldum. Gestur með honum var sjálfur Hjör­var Haf­liða­son, doktor Foot­ball.

Mál­efni Laugar­dalsins bar á góma en eins og al­þjóð veit eru ís­lenska lands­liðin að spila í elstu þjóðar­höll Evrópu og á ein­hverjum elsta þjóðar­leik­vangi álfunnar. Margt hefur verið ritað og rætt og spurði Bene­dikt Bóas, þáttar­stjórnandi, hvort það væri verið að fara taka upp hamar og nagla í bráð.

„Það sem ég hef verið að kalla eftir er að menn nái niður­stöðu um hlut­verk hvers og eins. Það er alls ekki sjálf­gefið að ríkið komi að því að reka svona mann­virki. Við erum ekki að því í dag.

Helst hefði ég viljað að ríkið kæmi með ein­hverja til­tekna krónu­tölu og fram­lag. Þetta er í vinnslu og ráð­herra í­þrótta­mála hefur verið að leiða þetta sam­tal við borgina. Við höfum metnað til að gera þetta vel en þau mega heldur ekkert klikka.

Spurningin er hversu mikið Reykja­víkur­borg sjálf leggur á­herslu á að taka þátt og vera með eðli­legan hlut í þessu því mér finnst það svo­lítið ó­ljóst,“ sagði Bjarni.

Halli Reykja­víkur­borgar er mikill og varla séð að borgin ráði við að vera hluti af svo stórri fjár­festingu.
„Þetta er ekkert svo stórt verk­efni að menn leysa það ekki. Það er mín skoðun. Þetta er verk­efni sem þú ferð sjaldan í og horfir til ára­tuga. Menn eiga að gera þetta af metnaði þegar farið verður af stað.“

Hjör­var spurði hvort þessi mann­virki verði að vera í Laugar­dalnum. Hvort það væri hægt að fara með þetta annað og tók sem dæmi í Kópa­vog og benti á að eitt skemmti­legasta vallar­stæði væri í Kapla­krika. „Eina sem ég vil ekki er kleinu­hringja­völlur. Ég vil fjórar stúkur,“ sagði hann á­kveðinn.

Bjarni sagði að það væri ekki greypt í stein að Í­þrótta­mann­virki væru í Laugar­dal. „Þar er rými og það er saga og þetta er höfuð­borgin og þetta er á­kveðin mið­stöð. Þarna eru sér­sam­böndin og það er eðli­legt að maður horfi til þess.

En mér finnst að þetta mál megi ekki dragast mikið lengur af því það næst ekki sam­komu­lag við Reykja­víkur­borg um eðli­lega að­komu. Það finnst mér ekki. Að minnsta kosti ætti að skoða hvort aðrar leiðir eru færar. Þetta er sá far­vegur sem málið er í augna­blikinu og það verður ef­laust margt að frétta á næstu mánuðum.“