Leiknum lauk með 3-2 sigri Viking en undir lok leiks virtist allt ætla að sjóða upp úr þegar Patriki og David Brekalo, liðsfélaga hans hjá Viking, lenti saman.

Liðsfélagarnir hnakkrifust inn á vellinum og hófu að ýta í hvorn annan. Brekalo ýtti hressilega við Patrik sem gerði mikið úr snertingunni og lét sig falla með miklum leikrænum tilburðum.

Svo fór að dómari leiksins reif upp rauða spjaldið og rak Brekalo af velli.

Svo virðist sem að Patrik og Brekalo hafi náð sáttum eftir leik. Viking birti mynd af þeim á samfélagsmiðlunum haldandi utan um hvorn annan með súkkulaðistykkið Smil á milli sín.