Samkvæmt nýjustu tölum bresku ríkisstjórnarinnar er Liverpool borg nú skilgreind sem hættusvæði í þriðja styrkleikaflokki þegar kemur að kórónaveirunni og fá því engir stuðningsmenn að mæta á leiki í borginni.

Undir lok nóvember var ákveðið að leyfa tvö þúsund áhorfendur á leikjum í borgum sem voru á öðru eða fyrsta stigi. Í öllum borgum sem voru á þriðja eða fjórða stigi var áframhaldandi áhorfendabann.

Í tvær vikur fengu áhorfendur í Lundúnum að fylgjast með liðum sínum áður en það var bannað. Sömu sögu er að segja af Southampton og Brighton sem þurftu að skella í lás á ný.

Everton og Liverpool voru einu liðin sem gátu tekið við áhorfendum þar til nú en með þessu er ljóst að engir áhorfendur verða á leikjum á næstunni í ensku úrvalsdeildinni.