Enski boltinn

Alli og Lloris verða fjarverandi gegn Liverpool

Tottenham verður án tveggja lykilleikmanna þegar þeir mæta toppliði Liverpool í enska boltanum um helgina, Hugo Lloris og Dele Alli verða fjarverandi hjá Lundúnarliðinu í stórleik helgarinnar.

Ljóst er að Alli er ekki langt undan en það gætu verið nokkrar vikur í Hugo Lloris. Fréttablaðið/Getty

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, segir það ljóst að Dele Alli og Hugo Lloris verði ekki með liðinu þegar þeir mæta Liverpool í stórleik helgarinnar í enska boltanum á laugardaginn.

Meiddist Alli í leik Englands og Spánar í Þjóðadeild UEFA og var honum kippt af velli á 20. mínútu. Landsliðsþjálfari Englands, Gareth Southgate, kvaðst bjartsýnn um að Alli myndi ná leiknum gegn Liverpool en nú er ljóst að svo verður ekki.

Þá er Lloris frá vegna meiðsla aftan í kálfa og verður frá næstu vikurnar. Hefur hann verið talsvert í sviðsljósinu eftir að hafa verið gripinn ölvaður undir stýri á dögunum.

Játaði hann brot sitt í gær fyrir dómstólum var sviptur ökuleyfinu í tuttugu mánuði ásamt því að fá stærðarinnar sekt en hann mun þrátt fyrir það halda fyrirliðabandinu hjá Tottenham.

Liverpool mætir á Wembley með fullt hús stiga í hádeginu á laugardaginn í fyrsta leik enska boltans eftir landsleikjahlé. Átti leikurinn upphaflega að fara fram á nýjum heimavelli Tottenham en hann var ekki klár í tæka tíð og verður því leikið á Wembley.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Enski boltinn

Burnley fikrar sig frá fallsvæðinu

Enski boltinn

Ofur­sunnu­dagur á Eng­landi

Auglýsing

Nýjast

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Snorri hafnaði í 39. sæti í skiptigöngu

Auglýsing