Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, segir að það séu engin meiðsli í leikmannahóp íslenska landsliðsins í aðdraganda leiksins.

Þorsteinn var spurður út í ástandið á leikmönnunum fyrir lokaleikinn en það eru aðeins þrír dagar frá síðasta leik liðsins.

Hann bætti við að hann væri ánægður með líkamlega standið á öllum leikmönnum liðsins og að það væru allar í góðu lagi.

„Það eru allar heilar og allar tilbúnar í slaginn. Ég er mjög ánægður með líkamlega standið á þeim og það eru í raun allar í góðu langi, ekkert hnjask eða neitt svoleiðis.“