Þetta hefur Daily Mail eftir heimildarmanni sem þekkir til brasilíska landsliðsmarkmannsins.

Jose Becker sem var 57 ára gamall fannst í gær látinn í almenningsvatni í Brasilíu eftir að hafa drukknað.

Liverpool tilbúið að gefa honum frí til að ferðast aftur til heimalandsins til að vera viðstaddur jarðarförina en bróðir hans, Muriel, sem leikur fyrir Fluminese, fékk heimild til að yfirgefa félag sitt til að vera viðstaddur jarðarförina.

Samkvæmt heimildum enska miðilsins ákvað Alisson að verða eftir í ljósi þess að gerð yrði krafa um sóttkví við komuna til Brasilíu og þegar hann kæmi aftur til Bretlands.

Eiginkona Alisson, Natalia er gengin 28 vikur með barn þeirra hjónanna og væri Alisson því fjarverandi í þrjár vikur ef hann myndi ferðast til Brasilíu til að vera viðstaddur jarðarförina.

Stutt er síðan það kom í ljós að Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, missti af jarðarför móður sinnar en ferðatakmarkanir komu í veg fyrir að hann væri viðstaddur jarðarförina.