Brasilíski landsliðsmarkvörðurinn Alisson eyðir landsleikjahlénu á æfingarsvæði Liverpool í von um að vera tilbúinn fyrir næsta deildarleik félagsins.

Tveir mánuðir eru liðnir síðan Alisson fór meiddur af velli í fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Spænski markvörðurinn Adrian kom inn í mark Liverpool og hefur staðið vakt sína það vel að félagið ákvað ekki að reyna að flýta Alisson aftur í markið.

Leikmenn Liverpool sem eru ekki í verkefnum með landsliðum sínum fengu frí þessa vikuna en Alisson kaus í stað að eyða vikunni með markmannsþjálfa Liverpool á æfingarsvæði félagsins.

Næsti leikur Liverpool er gegn erkifjendunum í Manchester United á Old Trafford þar sem Liverpool getur jafnað met Manchester City yfir flesta sigurleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni.