Víkingur Reykjavík og Stjarnan mættust í úrslitaleik Gothia-bikarsins í flokki 16 ára karla í gær, þar sem fyrrnefnda liðið hafði betur.

Alls tóku 167 lið þátt í þessum aldursflokki og því ansi magnað að tvö íslensk lið leiki til úrslita.

Víkingur vann leikinn í gær eftir vítaspyrnukeppni. Markalausum leiktíma lauk með markalausu jafntefli.

Það var sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem afhendi drengjunum bikarinn í leikslok.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Gothia-bikarinn er haldinn ár hvert í Svíþjóð fyrir drengi og stúlkur á aldrinum ellefu til átján ára. Um næststærsta yngri flokka mót heims í fótbolta er að ræða. Aðeins Noregsbikarinn (e. Norway Cup) er stærra.