Erik Hamrén og Freyr Alexandersson þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu sem mætir Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í Istanbúl í kvöld frá sigurleiknum gegn Andorra í síðustu umferð undankeppninnar.

Kári Árnason kemur inn í hjarta varnarinnar í stað Jóns Guðna Fjólusonar og Jón Daði Böðvarsson mun leika á vængnum en Arnór Sigurðsson víkur fyrir honum.

Byrjunarlið íslenska liðsins er þannig skipað: 4-4-2: Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Ari Freyr Skúlason, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Guðlaugur Victor Pálsson. Miðja: Jón Daði Böðvarsson, Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson (f), Arnór Ingvi Traustason. Sókn: Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Sigþórsson.

Kári Árnason kemur inn í íslenska liðið þegar liðið mætir Tyrklandi í kvöld.
Fréttablaðið/Getty