Augsburg sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem fram kemur að Alfreð Finnbogason framherji liðsins verði fjarverandi vegna axlarmeiðsla sinna fyrir yfir áramót.

Alfreð fór úr axlarlið í leik með íslenska landsliðinu á móti Tyrklandi í undankeppni EM 2020 fyrr í þessum mánuði.

Hann mun missa af að minnsta kosti sjö leikjum með Augsburg en hann stefnir á að verða heill heilsu þegar vetrarfríinu lýkur í þýsku efstu deildinni.

Þetta er mikil blóðtaka fyrir Augsburg sem er í harðri fallbaráttu en liðið er einu stigi fyrir ofan fallsvæði deildarinnar. Alfreð verður hins vegar klár í slaginn í tæka tíð fyrir umspilsleiki íslenska liðsins sem fram fara í lok mars á næsta ári.