Alfreð Finnbogason framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fór meiddur af velli í leik íslenska liðsins gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2020 sem nú stendur yfir í Istanbúl.

Alfreð meiddist um miðbik fyrri hálfleiks eftir viðskipti sín við Caglar Söyüncü miðvörk tyrkneska liðsins.

Svo virðist sem Alfreð hafi meiðst á úlnliða og hann virkaði sárþjáður þegar hann fór af velli. Líklegt er að hann sé handarbrotinn.

Arnór Sigurðsson leysti Alfreð af hólmi en staðan er markalaus þegar skammt er eftir af fyrri hálfleiknum. Sú staða mun fleyta Tyrklandi áfram í lokakeppnina.