Í tilkynningunni sem knattspyrnudeild Selfoss deildi á samfélagsmiðlum sínum er Alfreði þakkað fyrir frábær störf og honum óskað velfarnaðar.

Alfreð tók við liðinu árið 2017 og kom liðinu upp í efstu deild strax í fyrstu tilraun. Tveimur árum síðan urðu Selfyssingar bikarmeistarar undir hans stjórn eftir 2-1 sigur á KR í bikarúrslitunum.

Selfyssingar eru í harðri baráttu um þriðja sætið þegar stutt er eftir af tímabilinu en Selfoss hefur aldrei lent neðar en í sjötta sæti undir stjórn Alfreðs.