Kiel vann sinn annan titil á keppnistímabilinu þegar liðið vann Füchse Berlin 26-22 í úrslitaleik EHF-bikarsins í handbolta karla í kvöld.

Áður höfðu lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel tryggt sér bikarmeistaratitilinn og þessir tveir til voru númer 17 og 18 í stjórnartíð Alfreð hjá liðinu.

Alfreð sem tók við Kiel árið 2008 mun hætta störfum eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur en Kiel er enn í toppbaráttu þýsku efstu deildarinnar og Alfreð á möguleika á að kveðja sem þrefaldur meistari.

Gísli Þor­geir Kristjáns­son lék ekki með Kiel vegna meiðsla. Bjarki Már Elís­son var marka­hæst­ur hjá Füch­se Berlín með sex mörk en Berlínarrefirnir höfðu titil að verja í þessum leik.