Fótbolti

Alfreð tæpur fyrir leik helgarinnar

Alfreð Finnbogason mun æfa með liði Augsburg á morgun en óvíst er hvort að hann nái leiknum gegn Bayer Leverkusen um helgina.

Alfreð gæti blandað sér í baráttuna um gullskóinn ef honum tekst að haldast heill það sem eftir lifir veturs. Fréttablaðið/Getty

Alfreð Finnbogason mun æfa með liði Augsburg á morgun en óvíst er hvort að hann nái leiknum gegn Bayer Leverkusen um helgina.

Alfreð meiddist í upphitun fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni fyrir þremur vikum síðan og hefur ekkert komið við sögu síðan þá.

Augsburg lék tvo leiki í deildarkeppninni án hans en fékk núll stig og saknaði greinilega markahróksins Alfreðs sem hefur skorað sjö mörk í aðeins sex leikjum.

Manuel Baum, þjálfari Augsburg, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hann vonaðist til að Alfreð gæti æft með liðinu á morgun en óvíst er með þáttöku hans um helgina.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Langar að koma mér aftur í landsliðið

Fótbolti

Heimir sagður í við­ræðum við lið í Katar

Fótbolti

Norrköping heldur áfram að leita upp á Akranes

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Auglýsing