Fótbolti

Alfreð tæpur fyrir leik helgarinnar

Alfreð Finnbogason mun æfa með liði Augsburg á morgun en óvíst er hvort að hann nái leiknum gegn Bayer Leverkusen um helgina.

Alfreð gæti blandað sér í baráttuna um gullskóinn ef honum tekst að haldast heill það sem eftir lifir veturs. Fréttablaðið/Getty

Alfreð Finnbogason mun æfa með liði Augsburg á morgun en óvíst er hvort að hann nái leiknum gegn Bayer Leverkusen um helgina.

Alfreð meiddist í upphitun fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni fyrir þremur vikum síðan og hefur ekkert komið við sögu síðan þá.

Augsburg lék tvo leiki í deildarkeppninni án hans en fékk núll stig og saknaði greinilega markahróksins Alfreðs sem hefur skorað sjö mörk í aðeins sex leikjum.

Manuel Baum, þjálfari Augsburg, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hann vonaðist til að Alfreð gæti æft með liðinu á morgun en óvíst er með þáttöku hans um helgina.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Fótbolti

Elías Rafn etur kappi við Man.Utd

Fótbolti

„Ronaldo á bara þrjá Evróputitla“

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing