Alfreð Finnbogason mun æfa með liði Augsburg á morgun en óvíst er hvort að hann nái leiknum gegn Bayer Leverkusen um helgina.
Alfreð meiddist í upphitun fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni fyrir þremur vikum síðan og hefur ekkert komið við sögu síðan þá.
Augsburg lék tvo leiki í deildarkeppninni án hans en fékk núll stig og saknaði greinilega markahróksins Alfreðs sem hefur skorað sjö mörk í aðeins sex leikjum.
Manuel Baum, þjálfari Augsburg, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hann vonaðist til að Alfreð gæti æft með liðinu á morgun en óvíst er með þáttöku hans um helgina.
Athugasemdir