Fótbolti

Alfreð áfram klæddur í markaskóna

Alfreð Finnbogason skoraði sitt sjöunda mark í síðustu sex leikjum Augsburg í þýsku efstu deildinni í knattspyrnu karla þegar liðið laut í lægra haldi 2-1 fyrir Hoffenheim í dag.

Alfreð Finnbogason með boltann fyrir Augsburg í leiknum gegn Hoffenheim í dag. Fréttablaðið/Getty

Alfreð Finnbogason landsliðsframherji í knattspyrnu heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Augsburg. 

Mark hans í leik liðsins gegn Hoffenheim í 11. umferð þýsku efstu deildarinnar dugði hins vegar skammt þar sem Hoffenheim fór með 2-1 sigur af hólmi í leiknum.

Alfreð hefur nú skorað sjö mörk í þeim sex leikjum sem hann hefur spilað fyrir Augsburg á leiktíðinni. Hann er á meðal markahæstu leikmanna deildarinnar. 

Augsburg er í tíunda sæti deildarinnar með 13 stig og er fjórum stigum frá sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Austin eignast atvinnumannalið

Fótbolti

Enn lengist biðin eftir sigri hjá karlalandsliðinu

Fótbolti

Markalaust gegn Eistlandi

Auglýsing

Nýjast

Æfingar hafnar á La Manga

Felix Örn aftur til Vestmannaeyja

Sigur gæti fleytt Patreki í milliriðil

Higuain færist nær Chelsea

Gott gengi gegn Makedóníu

Tímamótaleikur hjá Arnóri Þór gegn Makedóníu

Auglýsing