Fótbolti

Alfreð áfram klæddur í markaskóna

Alfreð Finnbogason skoraði sitt sjöunda mark í síðustu sex leikjum Augsburg í þýsku efstu deildinni í knattspyrnu karla þegar liðið laut í lægra haldi 2-1 fyrir Hoffenheim í dag.

Alfreð Finnbogason með boltann fyrir Augsburg í leiknum gegn Hoffenheim í dag. Fréttablaðið/Getty

Alfreð Finnbogason landsliðsframherji í knattspyrnu heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Augsburg. 

Mark hans í leik liðsins gegn Hoffenheim í 11. umferð þýsku efstu deildarinnar dugði hins vegar skammt þar sem Hoffenheim fór með 2-1 sigur af hólmi í leiknum.

Alfreð hefur nú skorað sjö mörk í þeim sex leikjum sem hann hefur spilað fyrir Augsburg á leiktíðinni. Hann er á meðal markahæstu leikmanna deildarinnar. 

Augsburg er í tíunda sæti deildarinnar með 13 stig og er fjórum stigum frá sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ronaldo sleppur við leikbann fyrir hreðjafagnið

Fótbolti

Suður-Kórea er með frábært lið en við óttumst ekkert

Fótbolti

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Auglýsing

Nýjast

Úrslitakeppnin hjá körlunum hefst í kvöld

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Auglýsing